Keppni í C-riðli á EM kvenna lauk í dag. Svíþjóð og Þýskaland mættust í úrslitaleik um toppsætið en Pólland og Danmörk áttust við í leik um stoltið.
Svíþjóð vann Pólland og Danmörk án þess að fá á sig mark en Þýskaland vann sína leiki með markatölunni 4-1.
Svíþjóð vann Pólland og Danmörk án þess að fá á sig mark en Þýskaland vann sína leiki með markatölunni 4-1.
Þjóðverjar komust yfir í kvöld en Svíar svöruðu með þremur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks. Þriðja markið kom úr vítaspyrnu. Carlotta Wamser, leikmaður þýska liðsins, varði boltann með höndinni og því var vítaspyrnan dæmd.
Það var síðan Lina Hurtig sem innsiglaði sigur Svíþjóðar.
Það var einnig fimm marka leikur þar sem Pólland og Danmörk mættust en Pólland hafði betur og vann sinn fyrsta leik á stórmóti.
Pólland 3 - 2 Danmörk
1-0 Natalia Padilla ('13 )
2-0 Ewa Pajor ('20 )
2-1 Janni Thomsen ('59 )
3-1 Martyna Wiankowska ('76 )
3-2 Signe Bruun ('83 )
Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland
0-1 Jule Brand ('7 )
1-1 Stina Blackstenius ('12 )
2-1 Smilla Holmberg ('25 )
3-1 Fridolina Rolfo ('34 , víti)
4-1 Lina Hurtig ('80 )
Rautt spjald: Carlotta Wamser, Þýskaland ('31)
Athugasemdir