Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. febrúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Blind spilaði á ný eftir hjartsláttartruflanir
Mynd: Getty Images
„Ég er virkilega ánægður með að vera kominn aftur á fótboltavöllinn," sagði Daley Blind, varnarmaður Ajax, eftir að hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu í 3-0 sigri á Vitesse Arnhem í gær.

Blind, sem er fyrrum leikmaður Manchester United, fór í hjartaaðgerð eftir að hann fann fyrir hjartsláttartruflunum og svima í leik gegn Valencia í Meistaradeildinni í desember.

Læknar hafa fylgst vel með hjartslætti Blind að undanförnu og hann mætti aftur á völlinn í gær.

„Ég var smá stressaður fyrir leik því að þú veist ekki hvernig þetta fer. Læknirinn hefur verið að halda aftur af mér og ýta á bremsurnar því ég vildi koma sem fyrst til baka," sagði hinn 29 ára gamli Blind.

„Ég var alls ekki hræddur. Ég vildi komast sem fyrst aftur inn á völlinn."
Athugasemdir
banner
banner