þri 15. nóvember 2022 09:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bölvað að geta ekki valið Billing - „Fimm sem eru framar honum"
Mynd: EPA
Það vekur einhverja athygli að Philip Billing, leikmaður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, er ekki í danska landsliðshópnum sem fer á HM í Katar.

Billing er 26 ára miðjumaður og hefur einungis spilað tvo landsleiki til þessa.

„Það er bölvað að það séu leikmenn sem eiga skilið að vera valdir (en eru það ekki). Philip á skilið að vera í þessum hópi miðað við frammistöður hans, en verkefni mitt er að sjá liðið út frá því hvernig við getum spilað leikina eins vel og hægt er út frá mismunandi stöðum," sagði landsliðþjálfarinn Kasper Hjulmand á fréttamannafundi í gær.

„Ég ákvað að velja fimm miðjumenn sem ég trúi að séu framar honum í okkar leik. Á þeim stöðum þar sem við höfum tekið aukaleikmenn þá er það til að bæta við eitthvað annað sem var valið."

„Við viljum hafa einn kantmann, þess vegna var Robert Skov valinn. Hann getur spilað bæði hægra og vinstra megin."

„Billing er leikmaður sem hefur gert vel og mér líkar vel við hann, en ég trúi því að ég hafi valið leikmenn sem eru bestir fyrir liðið,"
sagði Hjulmand.

Miðjumenn í danska hópnum:
Miðjumenn:
Christian Eriksen, Manchester United
Mathias Jensen, Brentford
Pierre-Emile Højbjerg, Tottenham
Thomas Delaney, Sevilla
Robert Skov, Hoffenheim
Christian Nørgaard, Brentford

Þeir Robert Skov og Christian Nørgaard komu inn í danska hópinn í gær sem tveir af fimm síðustu leikmönnunum til að fylla upp í 26 manna hóp. Fyrir utan Skov geta allir hinir spilað á miðri miðjunni sem er það sem Hjulmand vísar í. Hann vildi ekki velja fleiri miðjumenn í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner