Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. nóvember 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nunez segir að markmiðið sé að vinna HM
Mynd: EPA

Darwin Nunez framherji Liverpool og landsliðs Úrugvæ er bjartsýnn fyrir átökin í Katar.


Hann er staðráðinn í því að liðið ætlar að fara á mótið til að vinna.

„Við vitum að við erum ekki sigurstranglegastir en við munum berjast gegn öllum okkar andstæðingum. Fyrsti leikurinn, gegn Suður Kóreu er mjög mikilvægur. Við munum mæta sterku liði sem komst ekki á HM að ástæðulausu," sagði Nunez.

„Okkar markmið er að vinna HM en fyrst ætlum við að einbeita okkur að leiknum gegn Suður Kóreu."

Úrugvæ hefur tvisvar orðið heimsmeistari, árið 1930 og 1950. Það er því orðið ansi langt síðan en liðið komst í 8 liða úrslit á 2018. 16. liða úrslit 2014 og undanúrslit árið 2010.


Athugasemdir
banner
banner