mið 16. nóvember 2022 10:51
Elvar Geir Magnússon
Schmeichel vonar að Ronaldo verði áfram hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United, vonast til þess að Cristiano Ronaldo geti náð sáttum við United og verði áfram í herbúðum félagsins.

Ronaldo sagði í viðtali við Piers Morgan að sér liði sem hann hefði verið svikinn af félaginu og sagðist ekki bera neina virðingu fyrir stjóranum Erik ten Hag.

„Hann er klárlega mjög pirraður. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Hann hefur farið í gegnum erfiðan tíma síðustu tólf mánuði og ekki verið aðalmaðurinn hjá félaginu, eitthvað sem hann er ekki vanur," segir Schmeichel.

„Ég trúi á ævintýri. Ég er mikill stuðningsmaður Ronaldo, hef alltaf haldið mikið upp á hann. Ég er líka mikill stuðningsmaður þess að Manchester United sé með bestu leikmenn heims."

„Ég vona að það gefist tækifæri þar sem menn geta fengið sér sæti og rætt málin, reynt að finna lausn. Ég vona það innilega að Cristiano geti verið leikmaður Manchester United áfram."
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner