Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. nóvember 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kane: Við erum komnir hingað til að sigra
Mynd: Getty Images

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, segir landsliðsmenn vera fulla sjálfstrausts fyrir HM í Katar sem hefst á sunnudaginn.


England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og segir Kane að slakt gengi undanfarinna leikja í Þjóðadeildinni hafi lækkað væntingar ensku þjóðarinnar til landsliðsins fyrir HM. Það hjálpar leikmönnum að finna minni pressu á herðum sér fyrir mót.

„Við verðum að trúa að við getum unnið þessa keppni. Ef ég horfi til baka þá þorði England ekki að segjast ætla að vinna eitthvað fótboltamót fyrir 10 eða 15 árum síðan. Núna erum við ekki lengur hræddir við að segja það eftir síðustu fjögur eða fimm ár undir stjórn Gareth Southgate," sagði Kane, en England endaði í fjórða sæti á HM 2018 og svo í öðru sæti á síðasta Evrópumóti.

„Við erum að mæta á þetta mót til að sigra það, það er enginn annar tilgangur með því að koma hingað. Þetta verður erfitt og við munum þurfa að leggja gríðarlega hart að okkur en með smá heppni þá getum við unnið keppnina. Það mikilvægasta er að vera ekki smeykir við að segja hvað við erum hér til að gera."

Englandi gekk hrikalega í Þjóðadeildinni í undirbúningi fyrir HM þar sem liðið féll úr A-deild eftir tvo tapleiki gegn Ungverjalandi meðal annars.

„Þetta hefur ekki verið besti tíminn fyrir okkur undir stjórn Gareth en að vissu leyti þá getur þetta verið gott fyrir stórmót. Svona slæmt gengi hjálpar að halda þér og fjölmiðlum á jörðinni. Það er minni pressa á leikmönnum þegar fjölmiðlar eru með minni væntingar. Hefðum við unnið Þjóðadeildina í haust þá væri umræðan í fjölmiðlum allt öðruvísi og orkan í kringum liðið væri önnur, pressan væri talsvert meiri.

„Við erum bara að miða okkur við síðustu tvö stórmót sem við höfum farið á og þess vegna erum við fullir sjálfstrausts. Við munum ekki láta töpin í haust hafa neikvæð áhrif á okkar frammistöðu í Katar."


Athugasemdir
banner