Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. febrúar 2019 12:19
Magnús Már Einarsson
Baldur Logi með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Logi Guðlaugsson, miðjumaður FH, sleit krossband á æfingu í fyrrakvöld og verður ekkert með liðinu í sumar.

Hinn 17 ára gamli Baldur Logi varð yngsti meistaraflokksleikmaðurinn í sögu FH þegar hann kom inn á gegn Víkingi R. í Pepsi-deildinni 2017, þá fimmtán ára gamall.

Í fyrra spilaði Baldur Logi einn leik í Mjólkurbikarnum með FH.

Síðastliðinn föstudag var Baldur í byrjunarliði FH í 3-2 sigri á Víkingi R. í Lengjubikarnum en nú er ljóst að hann verður ekkert með í sumar.

Þetta er einnig áfall fyrir U17 ára landslið Íslands þar sem Baldur Logi er í lykilhlutverki.

Baldur missir af milliriðlum fyrir EM með U17 ára landsliðinu í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner