Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   sun 22. júlí 2018 20:13
Ester Ósk Árnadóttir
Helgi Sigurðsson: Við verðum allir að róa í sömu átt
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Mjög slæmt tap, við komum ágætlega inn í leikinn og það var jafnræði með liðunum fyrstu 25 mínúturnar. Svo fáum við á okkur þetta mark. VIð reynum að sækja og fáum vítið en það klikkar og þá gefum við eftir,sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir 5-1 tap gegn KA á Greifavellinum á Akureyri í dag.

Fylkismenn komu sterkir inn í seinni hálfleikinn.

Við komum vel inn í seinni hálfleikinn og menn voru staðráðnir í að koma sterkir inn. Svo verður þetta erfitt þegar þú ert orðinn 10 á móti 11 í hálftíma, 2-0 undir. Auðvitað eru menn að reyna en við vorum aldrei nálægt því að komast inn í leikinn eftir rauða spjaldið." 

Ásgeir Eyþórsson fékk sitt seinna gula spjald á 68 mínútu.

Það er alveg ljóst að ég gerði mistök þar. Ef menn geta ekki haldið sér inn á vellinum, þá er það þannig. Ásgeir hefur samt gert marga góða hluti og ég ætla ekki að kenna honum um þetta. Þetta er ekkert það sem gerir útslagið. Við vorum komnir 2-0 undir sem er mjög slæmt. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur í fyrri hálfleikjum. 13 mörk í þremur leikjum það er bara alltof mikið fyrir gott lið eins og við erum." 

Fylkir byrjaði tímabilið vel en hafa fengið á sig 13 mörk í síðustu þremur leikjum. 

Það er hægt að fara um víðan völl. Við erum með unga vörn og ungan markmann sem hafa kannski litla reynslu í Pepsí-deildinni, þeir þurfa sinn tíma. Við komum sterkir inn í þetta mót og gerðum það vel en síðan þegar mótlætið kemur fara menn aðeins inn í skel. Það er ekkert bara þessir ungu heldur fleiri leikmenn í liðinu. Við erum í þessari bátsferð hér í sumar og við verðum bara allir að róa í sömu átt." 

Ólafur Ingi var ekki í hóp í dag eins og einhverjir höfðu búist við.

Hann var með fjölskyldunni í fríi eftir HM og við vissum alveg af því að hann væri ekki að koma til okkar strax. Þannig það er ekkert óvænt í því, hann er klár í næsta leik. Það verður mikill styrkur fyrir okkur en við verðum að passa okkur á því að Ólafur einn mun ekki snúa hlutunum við. Það þurfa allir að stíga upp í þessu liði og fyrir utan liðið." 

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner