Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. júní 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America í dag - Nær Úrúgvæ í fyrsta sigur sinn?
Úrúgvæ er búið að gera eitt jafntefli og tapa einum.
Úrúgvæ er búið að gera eitt jafntefli og tapa einum.
Mynd: EPA
Það eru tveir leikir á dagskrá seint í kvöld á Copa America í Suður-Ameríku.

Klukkan 21:00 mætast Bolívía og Úrúgvæ. Luis Suarez, Edinson Cavani og félagar í Úrúgvæ hafa ekki litið vel út í fyrstu tveimur leikjum sínum en þeir eru sigurstranglegir fyrir leik kvöldsins.

Á miðnætti verður svo flautað til leiks er Síle mætir Paragvæ. Þessi fjögur lið sem eru að spila í kvöld eru í riðli með Argentínu. Fyrir leiki kvöldsins er Argentína á toppi riðilsins með sjö stig og Bólivía á botninum án stiga. Fjögur af liðunum fimm fara í átta-liða úrslitin á mótinu.

Leikir kvöldsins eru báðir sýndir í beinni útsendingu á Viaplay.

fimmtudagur 24. júní

COPA AMERICA: Group A
21:00 Bólivía - Úrúgvæ

00:00 Síle - Paragvæ
Athugasemdir
banner
banner