Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Festist allur og var fluttur með sjúkrabíl úr Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom upp óhugnanlegt atvik í Grindavík í gærkvöldi þegar Aron Snær Ingason, leikmaður Þróttar, hneig niður. Atvikið átti sér stað nokkuð snemm leiks og þurfti Þróttur að gera breytingu á sínu liði eftir rúmlega 20 mínútna leik.

Aron fekk högg á bakið í leiknum, líklega hné, og hneig niður í kjölfarið. Hann læstist og sjúkraþjálfarar beggja liða hlúðu að honum. Það var ákveðið að hringja á sjúkrabíl og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þróttur R.

„Ég festist allur og það var metið af sjúkraþjálfurum beggja liða að best væri að hringja á sjúkrabíl," segir Aron við Fótbolta.net sem kann að meta aðstoð sjúkrateymanna.

„Ég var í hliðarlegu í svona fjóra tíma og eftir að hafa tekið nóg af verkjalyfjum þá fór þetta aðeins að lagast og núna er ég kominn heim."

„Þetta var hræðilegt ef ég á að vera hreinskilinn, tíminn var sérstaklega lengi að líða upp á slysó, tók smá tíma að fá aðhlynningu. Venni þjálfari kíkti á mig eftir leikinn og sagði mér frá gleðifréttunum, að við hefðum komið til baka og unnið. Það lét mér líða aðeins betur."

„Ég fékk bara þau skilaboð að vera rúmliggjandi til að byrja með, fara rólega af stað og ef þetta lagast ekki hægt og rólega þá fer ég í aðra skoðun,"
segir Aron.
Athugasemdir
banner