Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. apríl 2020 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Atlético og Inter berjast um argentínskan vængmann
Agustin Urzi
Agustin Urzi
Mynd: Getty Images
Atlético Madríd og Inter eru í baráttunni um Agustin Urzi, leikmann Banfield í Argentínu, en hann er falur fyrir aðeins 30 milljónir evra.

Urzi, sem er 19 ára gamall vængmaður, er einn eftirsóttasti leikmaður Argentínu en hann er með klásúlú í samningnum sem leyfir félögum að kaupa hann fyrir 30 milljónir evra.

Lucia Barbuto, forseti Banfield, hefur staðfest þessa klásúlú en hann segir að bæði Atlético og Inter hafi áhuga á því að fá hann.

Það hefur þó ekkert formlegt tilboð borist félaginu en hann býst við að það berist í sumar.

Urzi hefur spilað 28 deildarleiki frá 2018 og gert tvö mörk en hann hefur einnig spilað fyrir yngri landslið Argentínu.
Athugasemdir
banner