Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. september 2019 21:30
Magnús Már Einarsson
Arnþór Ingi litaði hárið í stað þess að raka það af
Arnþór Ingi sáttur eftir að bikarinn fór á loft á sunnudaginn.
Arnþór Ingi sáttur eftir að bikarinn fór á loft á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ingi Kristinsson, miðjumaður KR, var mættur með nýja hárgreiðslu þegar liðið mætti FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar um síðustu helgi.

Arnþór hafði lofað liðsfélögum sínum því að raka hárið af sér af ef KR yrði Íslandsmeistari. Á endanum fékk hann að lita hárið í staðinn.

„Mér skilst að hann hafi lofað því að raka sig sköllóttan ef við yrðum Íslandsmeistarar. Hann ætlaði að vera eins og Kiddi Jóns. Kiddi segir reyndar sjálfur að það sé val hjá honum að vera svona, hann sé ekki sköllóttur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í dag.

„Ég held að Arnþór hafi ekki fengið leyfi heima fyrir og þeir aflituðu hann einhverjir í hópnum. Mér finnst hann vera mjög flottur. Þetta kemur mjög vel út."

Arnþór Ingi kom til KR frá Víkingi R. síðastliðinn vetur og hefur átt mjög gott tímabil í Vesturbænum.

Rúnar ræddi meira um Arnþór Inga í Miðjunni í dag. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Miðjan - Rúnar Kristins í meistaraspjalli
Athugasemdir
banner
banner