Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 27. febrúar 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagðist glöð að mæta Íslandi - „Þær eiga eftir að sjá eftir því"
Ísland mætir Serbíu klukkan 14:30 í dag
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:30 í dag spilar Ísland við Serbíu í seinni leik liðanna í umspili í Þjóðadeildinni. Með sigri heldur Ísland sér í A-deild Þjóðadeildarinnar en fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli.

Það eru nokkrir öflugir leikmenn í serbneska liðinu og þar á meðal er Milica Mijatovic sem spilar með Fiorentina á Ítalíu. Þar er hún liðsfélagi Alexöndru Jóhannsdóttur, miðjumanns íslenska landsliðsins.

Alexandra ræddi við Fótbolta.net í dag og var hún þar spurð út í samskipti við liðsfélaga sinn í kringum þessa mikilvægu landsleiki. Hafa þær verið í miklum samskiptum fyrir einvígið?

„Nei, voða litlum. Hún sagðist hafa verið glöð að hafa fengið okkur í einvíginu. Ég ætla að sýna henni að það var ekki fínt að fá okkur," sagði Alexandra.

„Við fengum að heyra að önnur lið vildu mæta okkur. Við þurfum að sýna okkur rétta andlit í dag. Það vill enginn mæta til Íslands og í mínus eitthvað og spila hér gegn Íslandi. Það er ótrúlega erfitt og þær eiga eftir að sjá eftir því."

Alexandra er hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Serbíu í mikilvægum leik klukkan 14:30 í dag. Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Fótbolta.net en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Athugasemdir
banner
banner
banner