Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 23. febrúar 2024 11:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Af hverju skiptir svona miklu máli fyrir Ísland að vinna einvígið?
Mjög mikið undir í þessu einvígi
Icelandair
Stelpurnar okkar mæta Serbíu í dag.
Stelpurnar okkar mæta Serbíu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðið fagnar marki.
Íslenska landsliðið fagnar marki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland mætir í dag Serbíu í fyrri leik sínum í umspili í Þjóðadeildinni. Þetta er ný keppni í kvennaboltanum sem býr til enn fleiri spennandi keppnisleiki.

En af hverju er svona mikilvægt fyrir Ísland að vinna þetta einvígi sem er framundan?

Þjóðadeild kvenna er aðeins öðruvísi en hjá körlunum og í henni er gengið lengra.

Það var möguleiki að komast á Ólympíuleikana í gegnum Þjóðadeildina en stelpunum okkar tókst það ekki þar sem þær lentu í þriðja sæti í riðli sínum með Danmörku, Þýskalandi og Wales. Okkur tókst þó að eyðileggja Ólympíuvonir Dana í lokaleiknum í riðlinum, sem var skemmtilegt.

Ísland hefur komist inn á síðustu fjögur á Evrópumót og með innkomu Þjóðadeildarinnar verður næsta undankeppni svolítið öðruvísi. Það verður ekki hefðbundin undankeppni, heldur verður hún með Þjóðadeildarbragi, ef svo má að orði komast.

Örugg í umspil ef við vinnum
Til að gera þetta ekki of flókið þá verðum við áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar ef við vinnum þetta tveggja leikja einvígi gegn Serbíu. Þá erum við allavega örugg um að komast í umspil fyrir Evrópumótið.

Við förum þá í undankeppnina í A-deild og mætum öðrum liðum úr þeirri deild í riðlakeppni. Það verða erfiðari leikir en möguleikarnir okkar verða betri.

Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en liðin átta í þriðja og fjórða sæti mæta átta bestu liðunum úr C-deild í umspili. Ef allt er eðlilegt ætti það að vera frekar auðvelt fyrir liðin úr A-deild að standa uppi sem sigurvegari þar.

Sex bestu liðin úr B-deild fara einnig í umspil við sex næstbestu liðin úr B-deild. Það komast svo sex lið áfram þar og átta lið áfram úr A- og C-deild. Fjórtán lið munu því leika í sjö einvígum í umspili um sæti á EM en Sviss kemst beint á mótið sem gestgjafi.

Ef stelpurnar okkar vinna einvígið gegn Serbíu, þá eru þær öruggar með að komast allavega í umspil og eiga þá möguleika að komast beint inn á mótið líka. Ef þær falla niður í B-deild þá eiga þær ekki möguleika á því að fara beint inn á mótið og fá líklega erfiðari leið í umspilinu ef þær komast þangað. Þær þurfa þá líklega að fara í gegnum lið úr A-deild til að komast inn á mótið.

Það er því klárlega mikið undir í dag en leikurinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner