Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. september 2019 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Steve Bruce: Þetta var hryllingur
Steve Bruce
Steve Bruce
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle United, bað stuðningsmenn félagsins innilegar afsökunar á frammistöðunni í 5-0 tapinu gegn Leicester City í dag.

Newcastle átti afar erfitt uppdráttar á King Power-leikvanginum í dag en Newcastle situr í næst neðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu.

Bruce tók við liðinu af Rafa Benitez í sumar en fátt virðist ganga upp hjá liðinu og hefur Bruce fengið sinn skerf af gagnrýni.

„Þetta var óafsakanleg frammistaða. Það komu þúsundir stuðningsmanna hingað til að styðja okkur og þeir gerðu sitt en við þurfum að gefa þeim meira. Rauða spjaldið gerði okkur erfitt fyrir en við verðum að vera með meira hungur. Þetta var hryllingur," sagði Bruce.

„Við höfum unnið að því að skipuleggja varnarleikinn betur og það hefur haldið okkur inn í leikjum en við vorum ekki með vinstri vængbakvörð í dag og það gerði okkur erfitt fyrir. Þetta var mjög slæm frammistaða og við verðum núna að vinna í okkar málum í þessari viku og vinna í því hvað við gerðum rangt og ef við gerum það ekki þá verður þetta langt og erfitt tímabil."

„Það eina sem ég stæri mig af er hreinskilni. Ég hef bara verið hér í nokkrar vikur en maður lærir af frammistöðum og leikjum sem þessum. Við höfum ekki gert nóg og verðum að fara á æfingasvæðið og gera klassísku atriðin betur. Við vorum allt í lagi varnarlega en í seinni hálfleik vorum við út um allt."

„Ég vissi að þetta yrði áskorun fyrir mig að koma hingað. Ég var ánægður með að taka á þessari áskorun og vonandi getum við snúið gengi liðsins við. Ég alla vega hef lyst á því," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner