Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 12. september 2018 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Yngvi Borg: Sjaldan upplifað annað eins
Yngvi verður í Vestmannaeyjum í vetur og sér svo til með framhaldið á Borgarnesi.
Yngvi verður í Vestmannaeyjum í vetur og sér svo til með framhaldið á Borgarnesi.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Skallagrímur
Yngvi Borgþórsson þjálfari Skallagríms er himinlifandi eftir að hans menn komust upp úr 4. deildinni eftir hörkuleik á Álftanesi þar sem var afar góð mæting.

„Þessir strákar sem ég er með hérna eru algjörlega geggjaðir, það er bara eitt orð yfir þá, geggjaðir drengir," sagði Yngvi í viðtali að leikslokum.

Skallagrímur vann fyrri leikinn 3-2 heima og lenti 2-0 undir á Álftanesi. Gestirnir náðu að jafna og var staðan 2-2 þar til á lokamínútunni þegar heimamenn skoruðu og sendu leikinn í framlengingu.

Skallagrímur skoraði snemma í framlengingunni og missti svo mann af velli. Álftanes náði að koma knettinum í netið á lokamínútunum en það nægði ekki því Skallagrímur fór áfram á útivallarmörkum.

„Ég hef verið í þessu lengi, í mörg, mörg ár, en það er langt síðan maður hefur upplifað svona mikla spennu og dramatík. Þetta er búið að vera geggjað.

„Við lentum 4-0 undir á móti Ými síðast og 1-0 í síðasta leik á móti Álftanesi, við erum öllu vanir í þessu. Það er svo mikill karakter í þessum strákum, þeir eru algjörlega stórkostlegir."


Yngvi sýndi mikinn eldmóð á hliðarlínunni og var sendur upp í stúku í framlengingunni. Hann missti því af stemningunni á bekknum undir lokin.

„Maðurinn sem dæmdi leikinn var búinn að henda mér upp í stúku svo ég sá þetta ekkert. Þetta var alveg ótrúlegt, ég hef sjaldan lent í öðru eins."

Að lokum var Yngvi spurður út í framtíð sína hjá Skallagrími og sagðist ekkert vita í þeim efnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner