Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 12. desember 2018 23:13
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu rauða spjaldið: Müller opnaði hausinn á Tagliafico
Mynd: Getty Images
Ajax og Bayern gerðu 3-3 jafntefli í hörkuleik um toppsæti E-riðils Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.

Hart var barist í leiknum og fengu leikmenn beggja liða að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik, í stöðunni 1-1.

Maximilian Wöber fékk fyrra rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Leon Goretzka en Thomas Müller var rekinn útaf tæplega tíu mínútum síðar fyrir hrikalegt hættuspark sem opnaði hausinn á Nicolas Tagliafico, leikmanni Ajax.

Tæklingin hans Wöber var ljót en sparkið hans Müller fær skiljanlega alla athyglina í kvöld og er hægt að sjá það með að smella hér.

Dusan Tadic kom Ajax yfir úr vítaspyrnu á 82. mínútu en Bayern kom til baka og var staðan orðin 2-3 á 90. mínútu. Tagliafico, sem var búinn að láta hefta hausinn á sér aftur saman eftir sparkið frá Müller, jafnaði á 95. mínútu en það nægði ekki til að taka toppsætið af Bayern.
Athugasemdir
banner
banner