Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. apríl 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lukaku og Sanchez til Ítalíu?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Daily Mail orðaði í gær Romelu Lukaku og Alexis Sanchez við brotthvarf frá Manchester United.

Breski fjölmiðillinn segir þá mögulega ver á leið í Seríu A á Ítalíu.

Samkvæmt Daily Mail er Inter Milan tilbúið til þess að enda martröð Alexis Sanchez hjá Manchester United. Félagið sé þó ekki tilbúið að taka á sig allan þann launakostnað sem fylgir Sílemanninum og ætlar því ekki að bjóða honum sömu laun og hann fær hjá United.

Sanchez hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá United og er hann sagður hafa um fimm hundruð þúsund pund í vikulaun hjá félaginu.

Þá er Romelu Lukaku, framherji United, orðaður við Juventus. Í október í fyrra sagðist Lukaku vilja spila hjá Juventus á einhverjum tímapunkti á sínum ferli. Í vikunni var hann í viðtali við Sky Italia þar sem hann sagði að það væri draumur að ganga í raðir ítölsku risanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner