Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 25. júní 2019 23:31
Mist Rúnarsdóttir
Jakob Leó: Erum komnar í ansi djúpa holu
Mynd: Hulda Margrét
„Þetta er hundfúlt og við erum mjög ósátt. Við lögðum helling í þennan leik og gátum klárað hann í fyrri hálfleik. Við fáum vissulega dauðafæri til þess,“ sagði Jakob Leó Bjarnason, vonsvikinn þjálfari Hauka, eftir 2-1 tap í grannaslag gegn FH.

Haukar fengu þrjú kjörin tækifæri til að komast yfir í leiknum og fór vítaspyrna meðal annars forgörðum.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 FH

„Það segir sig bara sjálft. Ef við klárum ekki víti og færi eins og þau komu þá vinnum við ekki leiki. Þetta voru algjör dauðafæri með stóru D-i og við fengum hellings tíma til að klára færin. Það er bara eins einfalt og það er,“ sagði Jakob Leó meðal annars um færanýtinguna.

FH náði svo forystunni með afar ódýru marki rétt fyrir leikhlé og Haukar því undir í hálfleik. Jakob Leó var ekki ánægður með síðari hálfleikinn hjá sínu liði.

„Ég er mjög ósáttur við seinni hálfleikinn. Við skorum hinsvegar gott mark. Það var virkilega vel spilað, flottur kross og vel klárað hjá Elínu. Það var eiginlega eina alvöru færið í seinni hálfleik og það segir sig sjálft, þá skorar maður ekki fleiri mörk.“

Upphaf tímabilsins hefur verið vonbrigði fyrir Hauka sem eru aðeins með 6 stig eftir 6 fyrstu umferðir mótsins.

„Með sigri hefðum við farið í alvöru toppbaráttu eins og við ætluðum okkur fyrir mót. Eftir tap í þessari viðueign erum við bara komnar í ansi djúpa holu. Þurfum að fara vel yfir málin og stokka spilin aftur,“ sagði Jakob Leó meðal annars en þjálfarinn er ítarlegu spjalli sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner