Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. júlí 2019 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Hjörtur spilaði í öruggum sigri
Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby eru með annan fótin í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar
Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby eru með annan fótin í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þrjú lið með Íslendinga innanborðs gerðu fínustu hluti í fyrri leik í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Levski Sofia unnu 2-0 sigur á Rozomberok frá Slóvakíu í kvöld. Hólmar Örn er sjálfur að glíma við meiðsli en hann kom frá ísraelska liðinu Maccai Haifa.

Hjörtur Hermannsson var þá í byrjunarliði danska liðsins Bröndby sem vann Inter Turku frá Finnlandi, 4-1. Hjörtur lék allan leikinn og er danska liðið í kjörstðu til að koma sér í aðra umferð.

Malmö er þá væntanlega komið í aðra umferð eftir að liðið gekk yfir Ballymena United frá Norður-Írlandi. Leiknum lauk með 7-0 sigri Malmö en Arnór Ingvi Traustason sat allan tímann á varamannabekknum í kvöld.

Úrslit og markaskorarar:

Ruzomberok (Slóvakía) 0 - 2 Levski (Búlgaría)
0-1 Davide Mariani ('36 )
0-2 Paulinho ('51 )

Brondby (Danmörk) 4 - 1 Inter Turku (Finnland)
1-0 Kamil Wilczek ('5 )
1-1 Timo Furuholm ('20 )
2-1 Kamil Wilczek ('68 )
3-1 Simon Tibbling ('71 )
4-1 Mikael Fisker ('78 )

Malmo FF (Svíþjóð) 7 - 0 Ballymena Utd (Norður-Írland)
1-0 Markus Rosenberg ('31 )
2-0 Markus Rosenberg ('33 )
3-0 Erdal Rakip ('44 )
4-0 Franz Brorsson ('46 )
5-0 Markus Rosenberg ('48 )
6-0 Guillermo Molins ('54 )
7-0 Erdal Rakip ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner