Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. ágúst 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lyon að kaupa fyrrum leikmann Arsenal á 25 milljónir evra
Í leik með franska U21 landsliðinu. Hann er 21 árs gamall.
Í leik með franska U21 landsliðinu. Hann er 21 árs gamall.
Mynd: Getty Images
Lyon er að kaupa Jeff Reine-Adelaide frá Angers, sem er einnig í frönsku úrvalsdeildinni. Talið er að kaupverðið séu 25 milljónir evra, en samkomulag er í höfn á milli félaganna.

Hinn 21 árs gamli Adelaide er fyrrum leikmaður Arsenal, en hann yfirgaf félagið þar sem hann var ekki í plönum Unai Emery. Honum var leyft að fara til Angers og var kaupverðið þá tæpar 2 milljónir evra samkvæmt transfermarkt.

Hann lék 35 af 38 leikjum Angers í frönsku úrvalsdeildinni, og skoraði þrjú mörk og lagði upp þrjú.

Hann byrjaði þetta tímabil á að skora fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Bordeaux.

Adelaide hefur staðið sig vel á miðjunni hjá Angers og hefur greinilega hrifið Lyon mikið.

Arsenal átti möguleikann á að kaupa hann aftur, en það er afar ólíklegt að það gerist. Sagt er að Arsenal fái 10% af næstu sölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner