Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 11. desember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Klopp bað túlkinn afsökunar
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hóf fréttamannafund sinn eftir leikinn gegn Salzburg í gær á því að biðjast afsökunar á framkomu sinni á fréttamannafundi í fyrradag, fyrir leikinn.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var með á fundinum í fyrradag en þýskumælandi túlkur þýddi orð hans rangt.

Klopp reiddist í kjölfarið og lét túlkinn heyra það.

Á fréttamannafundi eftir leikinn í gær var sami túlkur mættur og hann og Klopp sættust áður en fundurinn hófst.

„Afsakið, ég var fáviti," sagði Klopp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner