Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. desember 2019 12:42
Magnús Már Einarsson
Guðjón tekur ekki við Færeyjum - Svíi ráðinn (Staðfest)
Hakan Ericson.
Hakan Ericson.
Mynd: Getty Images
Hakan Ericson hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Færeyinga en þetta var tilkynnt í dag.

Hakan er 59 ára gamall Svíi en hann stýrði sænska U21 landsliðinu á árunum 2011 til 2017. Svíar urðu Evrópumeistarar U21 landsliða undir stjórn Hakan árið 2015.

Lars Olsen tilkynnti fyrir nokkrum vikum að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari Færeyja eftir að hafa þjálfað liðið samfleytt frá árinu 2011.

Guðjón Þórðarson, sem þjálfaði NSI Í færeysku úrvalsdeildinni í ár, kom til greina í starfið hjá færeyska landsliðinu en hann fundaði með færeyska knattspyrnusambandinu á dögunum.

Færeyska knattspyrnusambandið kynnti Hakan hins vegar sem þjálfara á fréttamannafundi í dag en hans fyrsta mót með liðinu verður D-deild Þjóðadeildarinnar næsta haust.
Athugasemdir
banner