Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. febrúar 2023 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Cancelo með stoðsendingu í fyrsta leik
Eric Choupo-Moting og Joao Cancelo fagna markinu
Eric Choupo-Moting og Joao Cancelo fagna markinu
Mynd: Getty Images
Mainz 0 - 4 Bayern
0-1 Eric Choupo-Moting ('17 )
0-2 Jamal Musiala ('30 )
0-3 Leroy Sane ('44 )
0-4 Alphonso Davies ('83 )
Rautt spjald: ,BoSvensson, Mainz ('82)Alexander Hack, Mainz ('86)

Joao Cancelo, nýr leikmaður Bayern München, var ekki lengi að láta að sér kveða með liðinu en aðeins sólarhring eftir að hann gekk í raðir félagsins lagði hann upp í 4-0 sigri á Mainz í 16-liða úrslitum þýska bikarsins.

Portúgalski varnarmaðurinn var settur beint í byrjunarliðið og lagði upp fyrir Eric Choupo-Moting á 17. mínútu.

Jamal Musiala gerði annað markið á 30. mínútu áður en Leroy Sane kom með þriðja undir lok fyrri hálfleiks.

Kanadíski landsliðsmaðurinn Alphonso Davies rak síðasta naglann í kistu Mainz á 83. mínútu en stuttu áður var Bo Svensson, þjálfari Mainz, rekinn upp í stúku.

Mainz fékk annað rautt spjald stuttu síðar er Alexander Hack fékk annað gula spjald sitt í leiknum. Lokatölur 4-0 og Bayern komið í 8-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner