Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. nóvember 2019 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Jesus tilbúinn til að spila í annarri stöðu til að spila oftar
 Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero og Gabriel Jesus eru í hörku baráttu um einu lausu framherjastöðuna hjá Guardiola í Manchester City.

Guardiola velur yfirleitt annan hvorn þeirra í byrjunarliðið en í leiknum á móti Southampton á þriðjudaginn voru þeir báðir í byrjunarliðinu og Jesus spilaði þá á vængnum.

Jesus þekkir þetta ágætlega en hann hefur spilað sömu stöðu með brasilíska landsliðinu. Hann segir þetta stöðu sem hann geti vel hugsað sér að spila og hvað þá ef það verður til þess að hann fái tækifæri oftar.

„Þetta er Manchester City, það er hörku samkeppni um allar stöður. Það er mikið að frábærum leikmönnum og erfitt að komast í liðið, sama hver spilar þá stendur hann sig vel," sagði Jesus.

„Mér finnst fínt að spila þessa stöðu, ég mun alltaf virða það sem stjórinn segir. Auðvitað vil ég spila báðar stöðurnar og ég tel það nauðsynlegt að geta spilað á fleiri en einum stað á vellinum," sagði Jesus.

Manchester City mætir Southampton aftur um helgina, en að þessu sinni í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner