Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   þri 02. apríl 2019 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Úlfarnir unnu United aftur - Fulham fallið
Úlfarnir fagna.
Úlfarnir fagna.
Mynd: Getty Images
Skúrkur.
Skúrkur.
Mynd: Getty Images
Bless Fulham.
Bless Fulham.
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði í kvöld annað sinn á skömmum tíma fyrir Wolves á Molineux-vellinum.

Fyrir rúmum tveimur vikum síðan mættust þessi lið í enska bikarnum og þá hafði Wolves betur, 2-1. Það voru mjög sanngjörn úrslit.

Í kvöld mættust þessi lið aftur í ensku úrvalsdeildinni. United byrjaði mun betur og komst yfir eftir 13 mínútur. Þá skoraði Scott McTominay með fínu skoti.

United var með stjórn á leiknum, en á 25. mínútu jafnaði Wolves. Diogo Jota skoraði þá eftir mistök í vörn Manchester United. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Ashley Young var skúrkurinn fyrir Manchester United í seinni hálfleik. Með stuttu millibili snemma í seinni hálfleik krækti hann sér í tvö gul spjöld og þar með rautt.


Eftirleikurinn var erfiður fyrir United og skoraði Wolves á 77. mínútu. Eftir fyrirgjöf fór boltinn af Chris Smalling, sem var þá kominn með fyrirliðabandið af Young, og inn. Það reyndist síðasta markið í þessum leik og sigur Wolves staðreynd.

Hrikalegt tap fyrir United sem hefur núna tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Eini leikurinn af þessum fjórum sem tapaðist ekki var mjög naumur sigur gegn Watford þar sem frammistaðan var mjög, mjög slök.

United er áfram í fimmta sæti deildarinnar. Arsenal getur komist fimm stigum á undan United með sigri í leiknum sem þeir eiga inni.

Úlfarnir eru í sjöunda sæti deildarinnar með 47 stig.

Fulham fallið með Huddersfield
Í hinum leiknum sem var í kvöld vann Watford 4-1 sigur gegn Fulham. Staðan var 1-1 í hálfleik eftir jöfnunarmark Ryan Babel á 33. mínútu, en í seinni hálfleiknum valtaði Watford yfir slakt lið Fulham.

Það er þar með ljóst að Fulham er farið niður með Huddersfield. Tvö slökustu lið deildarinnar. Það er alveg ljóst.


Watford er í áttunda sæti með 46 stig.

Watford 4 - 1 Fulham
1-0 Abdoulaye Doucoure ('23 )
1-1 Ryan Babel ('33 )
2-1 Will Hughes ('63 )
3-1 Troy Deeney ('69 )
4-1 Kiko Femenia ('75 )

Wolves 2 - 1 Manchester Utd
0-1 Scott McTominay ('13 )
1-1 Diogo Jota ('25 )
2-1 Chris Smalling ('77 , sjálfsmark)
Rautt spjald:Ashley Young, Manchester Utd ('57)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner