Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 18. maí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Breiðholtsslagur og 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna
Leiknir og ÍR eigast við í dag
Leiknir og ÍR eigast við í dag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tindastóll mætir Þór/KA í Mjólkurbikarnum
Tindastóll mætir Þór/KA í Mjólkurbikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagskráin í íslenska boltanum er ákaflega skemmtileg þennan laugardaginn en alls eru fjórtán leikir á dagskrá.

16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna hefjast. Tindastóll og Þór/KA mætast í norðanslag klukkan 12:00 áður en Grótta tekur á móti Keflavík. Grindavík mætir þá ÍA í Safamýri. Þeir leikir hefjast klukkan 14:00.

Þrír leikir eru í Lengjudeild karla. Leiknir og ÍR mætast í Breiðholtsslag klukkan 14:00 en á sama tíma mætast Þróttur og Njarðvík. Síðan tekur Dalvík/Reynir á móti Fjölni klukkan 16:30.

Fjórir leikir eru spilaðir í 2. deild karla og þá eru tveir leikir í 2. deild kvenna, en hægt er að sjá alla leiki dagsins hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

Mjólkurbikar kvenna
12:00 Tindastóll-Þór/KA (Dalvíkurvöllur)
14:00 Grótta-Keflavík (Vivaldivöllurinn)
14:00 Grindavík-ÍA (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)

Lengjudeild karla
14:00 Leiknir R.-ÍR (Domusnovavöllurinn)
14:00 Þróttur R.-Njarðvík (AVIS völlurinn)
16:30 Dalvík/Reynir-Fjölnir (Dalvíkurvöllur)

2. deild karla
14:00 Víkingur Ó.-Þróttur V. (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Selfoss-KFA (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Höttur/Huginn-KFG (Fellavöllur)
16:30 Reynir S.-Völsungur (Brons völlurinn)

2. deild kvenna
12:00 KH-Einherji (Valsvöllur)
16:00 Vestri-ÍH (Kerecisvöllurinn)

5. deild karla - A-riðill
16:00 KM-Spyrnir (Kórinn - Gervigras)
18:30 Samherjar-Léttir (Greifavöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner