Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   lau 18. maí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Mun aðstoða Gerrard hjá Al Ettifaq
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Achterberg, markmannsþjálfari Liverpool á Englandi, mun yfirgefa félagið eftir þetta tímabil en Liverpool-tengingin verður áfram sterk.

Hollendingurinn hefur séð um markmannsþjálfun hjá Liverpool frá 2009.

Fyrst um sinn hélt hann utan um markverði unglinga- og varaliðsins en fékk stöðuhækkun tveimur árum síðar og sá þá alfarið um markverði aðalliðsins.

Hann tilkynnti á dögunum að hann væri á förum frá Liverpool, eins og Jürgen Klopp og Pep Lijnders.

Achterberg verður nýr markmannsþjálfari Al Ettifaq í Sádi-Arabíu, en Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool, er þjálfari liðsins.

„John Achterberg mun fara til Steven Gerrard og félaga í Al Ettifaq. Ég óska þeim alls hins besta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær.
Athugasemdir
banner