Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Marseille ætlar að setjast í helgan stein
Mynd: EPA
Jean-Louis Gasset, þjálfari Marseille í Frakklandi, ætlar að hætta í þjálfun eftir þetta tímabil en hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær.

Frakkinn tók við Marseille í febrúar eftir að Gennaro Ivan Gattuso var rekinn.

Nokkrum vikum fyrir ráðningu hans hjá Marseille hafði hann verið látinn taka poka sinn hjá Fílabeinsströndinni.

Hann hafði með mikilli heppni komið liðinu í 16-liða úrslit Afríkukeppninnar en ákveðið var að skipta um þjálfara í úrslitakeppninni. Emerse Fae tók við liðinu og gerði það að Afríkumeistara.

Fyrir utan þetta landsliðsstarf hefur Gasset aðeins þjálfað í Frakklandi. Hann var þjálfari Montpellier, Caen, Istres, Saint-Etienne og Bordeaux.

Montpellier var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari en þar vann hann Inter Toto keppnina, sem var sérstakt Evrópumóti sem fór fram að sumri til.

Gasset hefur staðfest að þetta verði hans síðasta tímabil sem þjálfari. Hann kom Marseille í undanúrslit Evrópudeildarinnar en náði ekki að koma liðinu á beinu brautina í deildinni.

„Ég mun hætta sem þjálfari og á morgun (í dag) verður síðasti leikur minn í þjálfun,“ sagði Gasset á blaðamannafundinum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner