Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   lau 18. maí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland í dag - Lokaumferðin fer fram
Köln gæti fallið í dag
Köln gæti fallið í dag
Mynd: EPA
Lokaumferð þýsku deildarinnar fer fram í dag.

Það getur ýmislegt gerst á þessum lokadegi deildarinnar en það ræðst hvaða lið falla niður í B-deildina.

Darmstadt er þegar fallið en það heimsækir Borussia Dortmund, sem er komið í Meistaradeild Evrópu.

Union Berlín á mikilvægan leik fyrir höndum sér. Liðið er í 16. sæti með 30 stig, sæti sem gefur þátttöku í umspil, en það er tveimur stigum frá Mainz sem er í öruggu sæti með 32 stig. Mainz heimsækir Wolfsburg.

Köln, sem er í næst neðsta sæti, á möguleika á að komast í umspil en það þarf að vinna Heidenheim með að minnsta kosti þremur mörkum og treysta á að Union tapi.

Þá er enn barátta um Evrópusætin. Eintracht Frankfurt mun spila í Evrópu á næsta tímabili en það kemur í ljós hvort það verður Evrópudeildin eða Sambandsdeild Evrópu. Frankfurt þarf aðeins eitt stig gegn Leipzig til að tryggja Evrópudeildarsæti.

Hoffenheim er sem stendur í 7. sæti, sem gefur þátttöku í Sambandsdeildina, en liðið þarf að vinna Bayern til að tryggja það sæti. Ef Hoffenheim tekst ekki að vinna mun Freiburg geta stolið sætinu með sigri á Union.

Leikir dagsins:
13:30 Dortmund - Darmstadt
13:30 Union Berlin - Freiburg
13:30 Leverkusen - Augsburg
13:30 Eintracht Frankfurt - RB Leipzig
13:30 Wolfsburg - Mainz
13:30 Hoffenheim - Bayern
13:30 Werder - Bochum
13:30 Stuttgart - Gladbach
13:30 Heidenheim - Köln
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 34 28 6 0 89 24 +65 90
2 Stuttgart 34 23 4 7 78 39 +39 73
3 Bayern 34 23 3 8 94 45 +49 72
4 RB Leipzig 34 19 8 7 77 39 +38 65
5 Dortmund 34 18 9 7 68 43 +25 63
6 Eintracht Frankfurt 34 11 14 9 51 50 +1 47
7 Hoffenheim 34 13 7 14 66 66 0 46
8 Heidenheim 34 10 12 12 50 55 -5 42
9 Werder 34 11 9 14 48 54 -6 42
10 Freiburg 34 11 9 14 45 58 -13 42
11 Augsburg 34 10 9 15 50 60 -10 39
12 Wolfsburg 34 10 7 17 41 56 -15 37
13 Mainz 34 7 14 13 39 51 -12 35
14 Gladbach 34 7 13 14 56 67 -11 34
15 Union Berlin 34 9 6 19 33 58 -25 33
16 Bochum 34 7 12 15 42 74 -32 33
17 Köln 34 5 12 17 28 60 -32 27
18 Darmstadt 34 3 8 23 30 86 -56 17
Athugasemdir
banner