Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. apríl 2020 09:12
Magnús Már Einarsson
Saul til Man Utd en ekki Grealish
Powerade
Saul er orðaður við Manchester United.
Saul er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin horfa til sumars og skoða kjaftasögur þó að óvíst sé hvernig félagaskiptaglugginn verður í sumar.



Liverpool hefur sett allar samningaviðræður og möguleg kaup á leikmönnum á ís vegna kórónuveirunnar. Það þýðir að óvíst er hvort framherjinn Timo Werner (24) komi frá RB Leipzig á 51 milljón punda í sumar. (Mail)

Callum Wilson (28) framherji Bournemouth segist ekki verðskulda að vera orðaður við stærri félög eftir slaka frammistöðu sína á tímabilinu. (Sky Sports)

Pierre-Emerick Aubameyang (24) hjá Arsenal og Leroy Sane hjá Manchester City (24) verða báðir samningslausir sumarið 2021. Kórónaveiran hefur frestað samningaviðræðum og gert félögum þeirra erfitt fyrir. (Telegraph)

Raul Jimenez, framherji Wolves, segist ekki hafa riftunarákvæði í samningi sínum en hann hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Real Madrid. (Marca)

Dani Ceballos (23) er ekki í myndinni hjá Real Madrid og því getur Arsenal keypt hann þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. (Mirror)

Manchester United hefur hætt við að kaupa vinstri bakvörð í sumar eftir góða frammistöðu Brandon Williams (19) á þessu tímabili. (Sun)

Manchester United ætlar að reyna að kaupa Saul Niguez (25) frá Atletico Madrid á 70 milljónir punda. (AS)

Jack Grealish (24) miðjumaður Aston Villa hefur fengið þau skilaboð að það sé ekki möguleiki á að hann gangi í raðir Manchester United í sumar. (Star)

Aston Villa hefur áhuga á Maxime Lopez (22) miðjumanni Marseille. (Birmingham Mail)

Kevin De Bruyne (28) leikmaður Manchester City hefur áhyggjur af meiðslum leikmanna ef leikið verður of þétt þegar keppni hefst í ensku úrvalsdeildinni á ný. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner