Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. september 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Enska úrvalsdeildin gæti breytt félagaskiptaglugganum aftur
Mauricio Pochettino er á meðal þeirra sem vilja breyta glugganum til baka.
Mauricio Pochettino er á meðal þeirra sem vilja breyta glugganum til baka.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn félaga í ensku úrvalsdeildinni hittast á fundi í næstu viku þar sem meðal annars verður rætt hvort að færa eigi félagaskiptagluggann á nýjan leik.

Undanfarin tvö tímabil hefur félagaskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokað degi fyrir fyrsta leik en ekki um mánaðarmótin ágúst/september líkt og aðrar deildir.

Í ár lokaði félagaskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni 8. ágúst á meðan aðrar stærstu deildir Evrópu lokuðu glugganum í gær, 2. september.

Stjórar í ensku úrvalsdeildinni eru margir hverjir ósáttir við þetta og telja að aðrar deildir í Evrópu hafi forskot á England á félagaskiptamarkaðinum eftir breytingarnar fyrir tveimur árum.

Forráðamenn í ensku úrvalsdeildinni ætla að skoða málið á fundi í næstu viku og í framhaldi gæti verið kosið um það hvort glugganum verði aftur breytt.
Athugasemdir
banner