Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. september 2019 12:15
Magnús Már Einarsson
Guendouzi trúði ekki landsliðsvalinu - Vaknaði og hélt þetta væri draumur
Matteo Guendouzi.
Matteo Guendouzi.
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi, miðjumaður Arsenal, var í gær valinn í franska landsliðshópinn í fyrsta skipti. Þessi tvítugi leikmaður kemur inn í hópinn vegna meiðsla Paul Pogba.

Guendouzi var í verkefni með U21 landsliði Frakka þegar þjálfari liðsins tilkynnti honum að hann ætti að fara í A-landsliðið. Frakkar eru með Íslendingum í riðli í undankeppni EM en þeir eiga leiki framundan gegn Albaníu og Andorra.

„Ég var að leggja mig þegar einhver bankaði á dyrnar. Ég svaraði ekki því ég var sofandi. Síðan hringdi síminn og það var þjálfarinn. Hann sagðist hafa bankað. Ég fór strax fram og opnaði," sagði Guendouzi í skemmtilegu myndbandi á Twitter síðu franska knattspyrnusambandsins.

„Hann sagði: 'Matteo komdu hingað, við þurfum að ræða saman.' Hann bætti við: 'Ég kann vel við þig en þú þarft að fara.' Þá sagði ég: 'Hvað meinarðu? Þarf ég að fara?' Þá sagði hann að ég væri að fara í franska landsliðið."

„Ég trúði þessu ekki fyrst. Tíu mínútum áður var ég sofandi og ég hélt að þetta væri draumur."


Hér að neðan má sjá einlæga gleði Guendouzi þegar hann segir söguna frá landsliðsvalinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner