Aldurssvik er stórt vandamál í Afríkulöndum og Samuel Eto'o, forseti fótboltasambands Kamerún, skipaði öllum leikmönnum sem kallaðir voru á U17 landsliðsæfingar til að fara í aldursgreiningu.
Niðurstaðan var er sú að logið var til um aldur alls 32 leikmanna.
Niðurstaðan var er sú að logið var til um aldur alls 32 leikmanna.
Upphaflega féll 21 leikmaður af 30 manna leikmannahópi U17 landsliðsins á aldursprófi. Nýir leikmenn voru kallaðir inn í staðinn og 11 af þeim féllu einnig á prófinu.
Aldursgreininin fer þannig fram að úlnliðurinn er myndaður og beinvöxtur mældur til að komast að raunverulegum aldri einstaklings.
U17 landslið Kamerún er að fara að keppa í Afríkumóti og hætta á að það geti ekki sent fullan leikmannahóp í mótið.
Eto'o vill uppræta það risastóra vandamál að logið sé til um aldur fótboltamanna í landinu og þeir sagðir yngri en þeir eru, til að auka verðmæti þeirra. Hann segir þetta setja svartan blett á kamerúnskan fótbolta en yfirvöld hafa ekkert tekið á málinu. Eto'o kallar eftir því að allir þjálfarar í landinu tryggi að rétt aldursskipting sé virt.
Athugasemdir