Atalanta 2 - 1 Cagliari
1-0 Gianluca Scamacca ('11)
1-1 Gianluca Gaetano ('75)
2-1 Gianluca Scamacca ('81)
1-0 Gianluca Scamacca ('11)
1-1 Gianluca Gaetano ('75)
2-1 Gianluca Scamacca ('81)
Gianluca Scamacca, fyrrum framherji West Ham, var hetjan er Atalanta lagði Cagliari að velli í lokaleik dagsins í efstu deild ítalska boltans.
Scamacca tók forystuna með frábæru marki snemma leiks. Skottilraun frá Davide Zappacosta kom að honum á ógnarhraða en Scamacca var ótrúlega fljótur að bregðast við og pota hælnum í boltann til að stýra honum í netið.
Atalanta sýndi mikla yfirburði en tókst ekki að tvöfalda forystuna á meðan gestirnir frá Sardiníu áttu sínar rispur. Það var í seinni hálfleik sem Cagliari náði að gera jöfnunarmark eftir frábæra takta hjá Gianluca Gaetano, sem skoraði eftir gott samspil við Sebastiano Esposito.
Það tók Scamacca aðeins sex mínútur að endurheimta forystuna þegar boltinn barst til hans innan vítateigs. Fyrsta marktilraun Scamacca misheppnaðist en hann náði að renna sér í boltann til að klára með marki. Lokatölur 2-1, sanngjarn sigur Atalanta sem er um miðja deild með 19 stig eftir 15 umferðir.
Cagliari er með 14 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir




