Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   fös 12. desember 2025 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Kemur vel til greina að kalla Ferguson til baka
Mynd: EPA
Fabian Hürzeler, stjóri Brighton, segist ekki vilja útiloka þann möguleika að endurkalla írska framherjann Evan Ferguson til baka úr láni frá Roma.

Gríski sóknarmaðurinn Stefanos Tzimas sleit krossband á dögunum og verður ekki meira með Brighton á leiktíðinni.

Þessi 19 ára sóknarmaður kom til Brighton frá Nürnberg fyrir 20 milljónir í sumar en meiddist gegn Aston Villa og er ekki búist við að hann verði klár fyrr en á næsta undirbúningstímabili.

Ferguson, sem var lánaður til Roma í sumar, gekk sjálfur í gegnum mikil meiðslavandræði hjá Brighton en er búinn að finna sitt gamla form á Ítalíu.

Hürzeler vildi ekki útiloka möguleikann á að fá hann aftur í hópinn.

„Evan er leikmaðurinn okkar og þess vegna verður hann alltaf möguleiki. Í augnablikinu er hann á láni, en við munum fylgjast með stöðunni. Við erum ánægðir með frammistöðu hans gegn Celtic og hann er klárlega möguleiki fyrir okkur,“ sagði Hürzeler.
Athugasemdir
banner