Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   lau 13. desember 2025 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Salah lagði upp í sigri Liverpool - Palmer á skotskónum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mohamed Salah lagði upp mark í sigri Liverpool gegn Brighton. Salah byrjaði á bekknum eftir að hafa leyst málin með Arne Slot í vikunni.

Hugo Ekitike kom Liverpool yfir strax á fyrstu mínútu. Yankuba Minteh átti slaka hreinsun og boltinn fór beint á Joe Gomez sem skallaði boltann á Ekitike sem negldi boltanum í netið.

Gomez þurfti hins vegar að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Salah kom inná í hans stað.

Ekitike var nálægt því að bæta við marki eftir hálftíma leik en hann skaut rétt framhjá eftir undirbúning Dominik Szoboszlai, Florian Wirtz og Salah.

Liverpool vildi sjá rautt spjald á Diego Gomez þegar hann sparkaði í bringuna á Wirtz undir lok fyrri hálfleiks en gult spjald var niðurstaðan.

Gomez hefði átt að jafna metin þegar hann skaut í hliðarnetið á opið markið.

Þegar hálftími var til loka venjulegs leiktíma innsiglaði Ekitike sigur Liverpool þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Salah.

Federico Chiesa var mjög óeigingjarn í blálokin og sendi erfiða sendingu á Salah sem skóflaði boltanum yfir markið.

Cole Palmer var í byrjunarliði Chelsea gegn Everton eftir að hafa misst af leik gegn Atalanta í vikunni vegna meiðsla. Hann kom Chelsea yfir eftir góða stungusendingu frá Malo Gusto.

Alejandro Garnacho komst í dauðafæri stuttu seinna en skaut framhjá á opið markið. Everton sótti hart að marki Chelsea seinni hluta fyrri hálfleiks en Gusto bætti við öðru marki Chelsea í uppbótatíma fyrri hálfleiks.

Chelsea var með yfirhöndina í seinni hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki.

Liverpool 2 - 0 Brighton
1-0 Hugo Ekitike ('1 )
2-0 Hugo Ekitike ('60 )

Chelsea 2 - 0 Everton
1-0 Cole Palmer ('21 )
2-0 Malo Gusto ('45 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir