Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 13. desember 2025 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breki velur á milli Keflavíkur og ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík og ÍBV berjast um að fá Þorlák Breka Baxter í sínar raðir. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafði Þór líka áhuga á því að fá Breka í sínar raðir en er ekki lengur með í baráttunni.

Breki er fjölhæfur sóknarmaður, tvítugur, og er samningsbundinn Stjörnunni. Hann lék á láni með ÍBV í sumar og stóð sig vel.

Hann er uppalinn í Hetti en hefur einnig leikið með Selfossi. Hann var seinni hluta ársins 2023 á mála hjá Lecce á Ítalíu.

Samtalið við Keflavík er komið langt en lokaákvörðun hefur ekki verið tekin. ÍBV er enn án þjálfara og vonast Eyjamenn til þess að Breki bíði með lokaákvörðun þar til þjálfari hefur verið ráðinn.

ÍBV endaði í 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Keflavík komst upp úr Lengjudeildinni með því að vinna umspilið.
Athugasemdir
banner
banner