Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Byrjar nýjan kafla í Árbænum - „Þjálfari sem maður hefur litið upp til mjög lengi"
Lengjudeildin
'Ég var nokkuð sannfærður mjög snemma að þetta yrði gott skref fyrir mig'
'Ég var nokkuð sannfærður mjög snemma að þetta yrði gott skref fyrir mig'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er allt til alls þarna í Fylki til að gera flotta hluti, góður hópur, frábær aðstaða og einn besti þjálfari á landinu'
'Það er allt til alls þarna í Fylki til að gera flotta hluti, góður hópur, frábær aðstaða og einn besti þjálfari á landinu'
Mynd: Fylkir
'Bæði stjórnin og þjálfararnir sýndu mér mikinn áhuga og lögðu mikla áherslu að fá mig í Árbæinn'
'Bæði stjórnin og þjálfararnir sýndu mér mikinn áhuga og lögðu mikla áherslu að fá mig í Árbæinn'
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
'Ég vona bara að þeim gangi vel og vonandi verður gaman að mæta á völlinn næsta sumar'
'Ég vona bara að þeim gangi vel og vonandi verður gaman að mæta á völlinn næsta sumar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög góð tilfinning að vera mættur í Fylki. Það voru nokkur félög sem heyrðu í mér en ég var strax mjög spenntur þegar Fylkir hafði samband. Bæði stjórnin og þjálfararnir sýndu mér mikinn áhuga og lögðu mikla áherslu að fá mig í Árbæinn. Ég fann það strax á fyrsta fundi með þeim að það er mikill vilji þarna til að gera hlutina almennilega og mikill metnaður í þeim sem passaði vel við það sem ég var að leitast eftir."

Þetta segir Hlynur Sævar Jónsson sem skrifaði undir hjá Fylki á föstudag. Hann kemur til félagsins frá ÍA.

Hlynur Sævar er 26 ára varnarmaður sem kom við sögu í 21 leik í Bestu deildinni í sumar.

„Það er gríðarlega spennandi að vinna með Heimi Guðjóns, hann er þjálfari sem maður hefur litið upp til mjög lengi. Við vorum í miklum samskiptum í aðdragandanum og þetta er topp maður og ég held að við munum geta unnið mjög vel saman."

„Ég var nokkuð sannfærður mjög snemma að þetta yrði gott skref fyrir mig en ég átti líka samtöl við nokkra sem þekkja til í Árbænum og aðra sem hafa spilað fyrir Heimi og eftir það var þetta í rauninni aldrei spurning."

„Ég kannast líka við nokkra þarna í hópnum sem eru toppmenn, ég spilaði með Eyþóri Wöhler og Gumma Tyrfings upp á Skaga þannig það verður gaman að vinna með þeim aftur."


Langt á undan í taktík
Hlynur Sævar æfði með Víkingi í byrjun mánaðar.

„Kári Árna bauð mér að mæta á æfingar með Víkingum. Það var mjög skemmtilegt að æfa með svona stóru liði. Allt mjög fagmannlegt þarna og þeir eru langt á undan í því sem ég hef kynnst í taktík og öðru slíku. Frábærir þjálfara þarna og leikmannahópurinn einn sá besti á landinu."

.„Nei, það kom aldrei til tals um að ég færi í Víking. Þeir eru mjög vel mannaðir allsstaðar og ég var ekki beint að leita mér að litlu hlutverki."


Verður skrítið að fylgjast með Skaganum
Hvernig heldur þú að það verði að fylgjast með ÍA á næsta tímabili?

„Það verður skrítið að fylgjast með Skaganum í sumar úr stúkunni en ég held að þeir eigi eftir að standa sig vel. Þetta er mjög gott lið og margir frábærir leikmenn þarna sem ég hef spilað með lengi og eru góðir vinir mínir. Ég vona bara að þeim gangi vel og vonandi verður gaman að mæta á völlinn næsta sumar."

Ætlar sér að vera í mjög stóru hlutverki
Hlynur er að fara í alvöru samkeppni hjá Fylki þar sem miðverðirnir Orri Sveinn Segatta og Ásgeir Eyþórsson hafa verið fastamenn í liðinu síðustu ár.

„Markmiðin mín eru skýr, ég ætla mér að vera í mjög stóru hlutverki í Árbænum og get vonandi nýtt mér mína reynslu og gæði til að gera góða hluti þarna á næstu árum."

„Það er allt til alls þarna í Fylki til að gera flotta hluti, góður hópur, frábær aðstaða og einn besti þjálfari á landinu. Það er mikil vinna framundan en ég er mjög spenntur að byrja nýjan kafla á mínum ferli í Árbænum,"
segir Skagamaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner