Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gengur allt á afturfótunum hjá Loga og félögum
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Logi Tómasson byrjaði á bekknum þegar Samsunspor tapaði 2-0 gegn Baseksehir í tyrknesku deildinni. Hann kom inn á 67. mínútu strax eftir fyrra markið en seinna markið kom undir lok leiksins.

Samsunspor er í 6. sæti með 25 stig eftir 16 umferðir. Liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum í öllum keppnum en liðið gerði m.a. jafntefli gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos sem tapaði 2-1 geegn Panathinaikos í grísku deildinni. Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður hjá Panathinaikos. Liðin eru bæði með 22 stig i 5. og 6. sæti en Panathinaikos á leik til góða.

Elias Rafn Ólafsson var hvíldur þegar Midtjylland tapaði 2-1 gegn Nordsjælland í átta liða úrslitum danska bikarsins. Það kom ekki að sök þar sem Midtjylland komst áfram eftir að hafa unnið fyrri leikinn 5-1.

Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina þegar liðið vann AlbinoLeffe 5-2 í ítölsku C-deildinni en Markús Páll Ellertsson var ónotaður varamaður. Triestina er á botninum með -2 stig eftir 18 umferðir en alls 23 stig hafa verið dregin af liðinu á tímabilinu.

Danijel Dejan Djuric og Logi Hrafn Róbertsson voru á bekknum þegar leik hjá Istra 1961 gegn Rijeka var flautaður af vegna veðurs í stöðunni 1-1 í króatísku deildinni.
Athugasemdir
banner