Powerade-slúðurpakki dagsins er mættur og er hann þokkalega veglegur að þessu sinni.
West Ham hefur bætt bandaríska sóknarmanninum Josh Sargent (25) á óskalistann fyrir janúargluggann, en hann er á mála hjá enska B-deildarliðinu Norwich. (Sun)
Manchester City er undirbúið að selja brasilíska vængmanninn Savinho (21), Rico Lewis (21) og norska miðjumanninn Oscar Bobb (22) í janúar til þess að fjármagna kaup á öðrum leikmönnum. (Football Insider)
Franski varnarmaðurinn Ibrahima Konate (26), sem er samningsbundinn Liverpool út tímabilið er kominn aftur á óskalista Paris Saint-Germain og Real Madrid. (Caught Offside)
Real Madrid er að íhuga tilboð í Diogo Dalot (26), leikmann Man Utd og portúgalska landsliðsins. (Teamtalk)
Inter Milan er að skoða nokkra leikmenn til að leysa svissneska markvörðinn Yann Sommer (36) af hólmin æsta sumar, en Guglielmo Vicario (29) hjá Tottenham er talinn leiða baráttuna um markvarðarstöðuna. (Gazzetta dello Sport)
Tottenham vill ganga frá samningaviðræðum við Pedro Porro (26) á næstu vikum, en Man City er sagt hafa áhuga á að fá hann. (Teamtalk)
Newcastle mun fá samkeppni frá Aston Villa og Tottenham um enska markvörðinn James Trafford (23) sem er á mála hjá Man City. (Football Insider)
Raheem Sterling (31), leikmaður Chelsea, gæti fengið útgönguleið frá félaginu, en Leeds og Crystal Palace hafa bæði áhuga á að fá hann. (Caught Offside)
AC Milan er að skoða Niclas Fullkrug (32), framherja West Ham og þýska landsliðsins. (Gazzetta dello Sport)
Sunderland mun þurfa að gera allt til að halda Noah Sadiki (20), miðjumanni Kongó, en Man Utd er sagt vera að skoða leikmanninn. (Teamtalk).
Athugasemdir


