Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 12:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Elí hafnaði Val
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnað möguleikanum að fara í Val og verður áfram í Mosfellsbæ.

Valur hafði áhuga á því að fá Aron Elí í sínar raðir og ræddi við Aron en hann ákvað að halda tryggð við Aftureldingu.

Aron Elí er 28 ára vinstri bakvörður sem uppalinn er í Val, hann lék á sínum tíma fimm Lengjubikarleiki með Val. Næsta tímabil verður hans sjöunda í Mosó.

Hann skoraði tvö mörk í 27 leikjum með Aftureldingu í sumar og ætlar að taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni. Samningur hans við félagið rennur út eftir næsta tímabil.

Athugasemdir
banner