Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   lau 13. desember 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Aron Skúli framlengir við Leikni til 2027
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sóknarmaðurinn Aron Skúli Brynjarsson hefur framlengt samning sinn við Leikni til næstu tveggja ára.

Aron er 27 ára gamall og lék sitt fyrsta tímabil með Leikni í sumar eftir að hafa áður leikið fyrir Augnablik, Haukum, ÍR, KH, KV og Kórdrengjum.

Hann samdi við Leikni um mitt sumar eftir að hafa skorað 11 mörk með Augnabliki í 3. deildinni.

Aron kom við sögu í sex leikjum er Leiknir bjargaði sér naumlega frá falli úr Lengjudeildinni.

Framherjinn hefur ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Leikni, en hann hefur samið við félagið út 2027.

Enn ein frábæru tíðindin fyrir Leiknismenn. Brynjar Björn Gunnarsson tók við þjálfun liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið unnið hörðum höndum að því að framlengja við mikilvæga menn og styrkja hópinn fyrir komandi átök.
Athugasemdir
banner
banner