Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   fös 12. desember 2025 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Aftur markalaust hjá Andra Fannari - Helgi Fróði í tapliði
Mynd: Kasimpasa
Andri Fannar Baldursson og félagar hans í Kasimpasa gerðu markalaust jafntefli annan deildarleikinn í röð er liðið mætti Genclerbirligi í kvöld.

Miðjumaðurinn er fastamaður á miðsvæði Kasimpasa en hann kom til félagsins frá Bologna í sumar.

Annan leikinn í röð mistókst liðinu að skora þrátt fyrir að hafa verið töluvert betri aðilinn. Andri lék allan leikinn með Kasimpasa.

Kasimpasa er í 14. sæti tyrknesku deildarinnar með 15 stig.

Helgi Fróði Ingason kom inn af bekknum snemma í síðari hálfleik er Helmond Sport tapaði fyrir Emmen, 4-1. Helmond er í 15. sæti með 23 stig.
Athugasemdir
banner