Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 18:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Henderson opnaði markareikninginn og heiðraði minningu Jota
Calvert-Lewin er sjóðandi heitur
Calvert-Lewin er sjóðandi heitur
Mynd: EPA
Brentford 1 - 1 Leeds
1-0 Jordan Henderson ('70 )
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('82 )

Jordan Henderson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brentford í dag þegar liðið fékk Leeds í heimsókn. Þá skoraði Dominic Calvert-Lewin í fjórða leiknum í röð.

John Brooks, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik þegar Gabriel Gudmundsson reif Dango Ouattara niður í teignum en VAR skoðaði atvikið og dæmdi rangstöðu á Ouattara.

Þegar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Rico Henry fyrirgjöf og Jaka Bijol reyndi að hreinsa en boltinn fór til Henderson sem skoraði.

Hann fagnaði með því að setjast niður og þykjast leika sér í PlayStation en Diogo Jota, fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool, var þekktur fyrir það fagn.

Rúmlega tíu mínútum síðar jafnaði Dominic Calvert-Lewin metin þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Wilfried Gnonto.

Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum en hann tryggði Leeds stig. Brentford er í 14. sæti með 20 stig en Leeds er í 17. sæti með 16 stig.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner