Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 09:40
Kári Snorrason
Rooney líkir ummælum Maresca við Salah fíaskóið - „Erfitt fyrir félagið að styðja við hann“
Maresca lét í sér heyra eftir sigur á Everton á laugardaginn.
Maresca lét í sér heyra eftir sigur á Everton á laugardaginn.
Mynd: EPA
Wayne Rooney gagnrýnir Enzo Maresca stjóra Chelsea vegna ummæla hans eftir leik liðsins gegn Everton á laugardaginn.

Maresca sagði liðið ekki fá nægan stuðning frá félaginu, án þess að vilja segja um hvaða aðila hann væri að ræða. Þá sagði hann jafnframt að síðustu tveir sólarhringar fyrir leikinn hefðu verið þeir erfiðustu í starfinu.

Rooney líkir ummælum Maresca við Salah havaríið í síðustu viku og segir stjórann ekki fá aukinn stuðning frá eigendum Chelsea eftir ummælin.

„Hann veit nákvæmlega hvað hann er að segja og að hverjum hann beini orðum sínum og stjórnin og eigendur Chelsea munu vita að því er beint að þeim,“ sagði Rooney og hélt áfram.

„Þú verður að bera virðingu fyrir eigendum liðsins. Það er eitthvað sem hefur greinilega gerst, hvort sem það er ágreiningur eða honum finnst starf sitt vera í hættu.

Ég held að hann fái ekki vernd núna eftir að hafa komið fram og gert það sem hann hefur gert. Það verður mjög erfitt fyrir félagið að koma og styðja við hann.“

Athugasemdir
banner