Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 14:28
Elvar Geir Magnússon
Sneggsta mark tímabilsins til þessa
West Ham tók forystuna gegn Aston Villa eftir aðeins 29 sekúndur.
West Ham tók forystuna gegn Aston Villa eftir aðeins 29 sekúndur.
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir í gangi í ensku úrvalsdeildinni en þeir hófust klukkan 14. Þar á meðal er leikur West Ham og Aston Villa.

West Ham tók forystuna eftir aðeins 29 sekúndur en þá skoraði portúgalski miðjumaðurinn Mateus Fernandes úr þröngu færi yfir Marco Bizot sem stendur í marki Aston Villa vegna meiðsla Emiliano Martínez.

Markið kom eftir mistök Ezri Konsa en þetta er sneggsta mark tímabilsins til þessa í ensku úrvalsdeildinni.

Fernandes er 21 árs og kom til West Ham frá Southampton í sumar.

Það er tæpur hálftími liðinn af leiknum þegar þetta er skrifað og staðan 2-1 fyrir West Ham. Aston Villa jafnaði með sjálfsmarki Konstantinos Mavropanos en Jarrod Bowen kom Hömrunum aftur í forystu.

Fylgst er með leikjum dagsins í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner