Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emilía Kiær komið að sex mörkum í síðustu átta leikjum
Kvenaboltinn
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var á skotskónum þegar Leipzig tapaði gegn Hoffenheim í þýsku deildinni í dag. Hún jafnaði metin í 1-1 en leiknum lauk með 3-2 sigri Hoffenheim.

Emilía hefur verið á miklu skriði en hún skoraði fyrir landsliðið í 3-0 sigri gegn Norður-Írlandi í lok október. Síðan þá hefur hún skorað fjögur mörk og lagt upp eitt fyrir Leipzig.

Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, þar af fjórum í deildinni og situr í 10. sæti með 13 stig eftir 13 umferðir. Sandra María Jessen var í byrjunarliði Köln sem tapaði 1-0 gegn Jena. Köln er í 8. sæti með 18 stig.

Glódís Perla Viggósdóttir var ónotaður varamaður þegar Bayern rúllaði yfir HSV 6-0. Bayern er á toppnum með 37 stig.
Athugasemdir
banner
banner