Viktor Gyökeres hefur ekki farið nægilega vel af stað hjá Arsenal miðað við árangurinn hjá Sporting undanfarin ár.
Gyökeres gekk til liðs við Arsenal frá Sporting í sumar fyrir 64 milljónir punda en hann hefur aðeins skorað sex mörk í 17 leikjum. Hann skoraði 97 mörk í 102 leikjum fyrir Sporting.
Mikel Arteta segir gagnrýnendum að halda ró sinni.
Gyökeres gekk til liðs við Arsenal frá Sporting í sumar fyrir 64 milljónir punda en hann hefur aðeins skorað sex mörk í 17 leikjum. Hann skoraði 97 mörk í 102 leikjum fyrir Sporting.
Mikel Arteta segir gagnrýnendum að halda ró sinni.
„Það var mikil spenna fyrir honum því við vorum að næla í markaskorara sem var líklega með bestu tölfræðina í Evrópu," sagði Arteta.
„Eina sem ég sagði við hann var: 'Hverniig bregstu við ef þú skorar ekki í fimm eða sex leikjum? Geturðu tekist á við það? Hvað gerist svo í næstu 100 leikjum? Við verðum að sjá til. Látið hann í friði, leyfið honum að gera það sem hann gerir best, standið á bakvið hann og ég er viss um að þetta fari allt vel."
Athugasemdir


