Bandaríski leikarinn Vin Diesel ýjaði að því á Instagram-síðu sinni að Cristiano Ronaldo gæti fengið hlutverk í næstu Fast & Furious bíómynd, sem verður að öllum líkindum sú síðasta.
Diesel hitti Ronaldo á dögunum og deildi mynd af þeim félögum saman.
„Það hafa allir verið að spyrja hvort hann verður í Fast-sögunni og ég verð bara að segja að hann er alvöru náungi. Við skrifuðum hlutverk fyrir hann,“ skrifaði Diesel.
Fast & Furious myndirnar hafa notið mikilla vinsæla síðan fyrsta myndin kom út árið 2011. Síðan þá hafa komið út níu myndir til viðbótar en Diesel hefur sömuleiðis staðfest að næsta mynd verður sú síðasta en áætlað er að hún komi í kvikmyndahús árið 2027.
Það verður gaman að sjá hvort Ronaldo fái lítið hlutverk í myndinni, en frægar persónur á borð við Cardi B, Ronda Rousey og Chrissy Teigen eru meðal þeirra sem hafa fengið hlutverk í myndunum.
Athugasemdir


